Donald Trump segir Hillary Clinton vera fordómafulla Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 23:52 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30
Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53