Erlent

Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump á kosningafundi í vikunni.
Donald Trump á kosningafundi í vikunni. vísir/epa
Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. Þá sagði hann að mótframbjóðandi hans í kosningunum Hillary Clinton hefði stofnað samtökin með Obama.

ISIS hafa staðið fyrir fjölda hryðjuverka víða um heim en þó aðallega í Mið-Austurlöndum. Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Í gær gekk hann þó lengra í ásökunum sínum en áður:

„Þeir eru á margan hátt að heiðra Obama,“ sagði Trump og bætti við:

„Hann er stofnandi ISIS.“

Frambjóðandi endurtók þessi orð sín svo tvívegis til að leggja áherslu á þau og sagði svo Clinton jafn seka og Obama. Þennan hluta úr ræðu Trump má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega

Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum.

Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín

Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×