Ingibjörg segir Ólaf saklausan og hafa verið dæmdan af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2016 19:08 Ingibjörg Kristjánsdóttir. Vísir/Pjetur Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira