Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Aðalmeðferð í máli Angelo hófst í gær. vísir/ernir Angelo Uyleman, 29 ára gamall Hollendingur sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af sterkum fíkniefnum til Íslands í bíl með Norrænu í september í fyrra, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Þar kvaðst hann hafa vitað af fíkniefnunum en neitaði því í gær.Móðir Angelo vitni í málinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Angelo var ekki viðstaddur lengi en fór og hitti móður sína, sem kom til landsins í gær. Hún er vitni í málinu og kemur fyrir dóm í dag.Með þroska á við 12 ára barn Málið hefur vakið athygli þar sem Angelo er greindarskertur. Hinn Hollendingurinn staðfesti fyrir dómi að hann hafi sagt við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að Angelo væri ófær um að fara einn til Íslands vegna þroskaskerðingar en hann væri með þroska á við 12 ára barn. Þess vegna hafi hann verið beðin um að fara með Angelo til Íslands. Þá bar hann fyrir sig að hann hafi talið Angelo vera að flytja peninga til Íslands en ekki fíkniefni. Angelo sagði fyrir dómi í gær að hann hafi átt að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands“ með þrjá pakka sem hann hafi ekki vitað hvað væri í. Það hafi verið hollenskur maður sem bað hann að fara í ferðina en hann hafi ekki grunað að neitt væri í ólagi fyrr en hann var handtekinn.Var að deyja úr stressi Saksóknari spurði Angelo hvers vegna framburður hans fyrir dómi hefði breyst varðandi vitneskju um fíkniefnin. Hann sagði þá: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn á mér var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.“ Angelo kom fyrst til Íslands með Norrænu þann 22. september 2015 ásamt hollenskri konu. Tveimur dögum síðar skildi hann bílinn eftir og fór aftur til Hollands. Um viku síðar kom hann aftur ásamt hollenska manninum. Þeir voru handteknir í kjölfarið. Erfitt reyndist að hafa uppi á konunni og er hún því ekki sakborningur í málinu.Yfirgaf aldrei bílinn Í skýrslutöku af lögreglumanni, sem fylgdi bílnum sem Angelo keyrði við komu til landsins, kom fram að bílinn hefði verið stöðvaður í nokkur skipti á leiðinni frá Norrænu. Angelo hafi farið út úr bílnum í nokkur skipti til að taka myndir, þar á meðal af Skógarfossi, en konan hafi alltaf beðið í bílnum. Angelo sagði að hún hafi ekki viljað skoða neitt og að hún hafi viljað drífa sig. Hann hafi hins vegar viljað taka myndir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Angelo Uyleman, 29 ára gamall Hollendingur sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af sterkum fíkniefnum til Íslands í bíl með Norrænu í september í fyrra, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Þar kvaðst hann hafa vitað af fíkniefnunum en neitaði því í gær.Móðir Angelo vitni í málinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Angelo var ekki viðstaddur lengi en fór og hitti móður sína, sem kom til landsins í gær. Hún er vitni í málinu og kemur fyrir dóm í dag.Með þroska á við 12 ára barn Málið hefur vakið athygli þar sem Angelo er greindarskertur. Hinn Hollendingurinn staðfesti fyrir dómi að hann hafi sagt við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að Angelo væri ófær um að fara einn til Íslands vegna þroskaskerðingar en hann væri með þroska á við 12 ára barn. Þess vegna hafi hann verið beðin um að fara með Angelo til Íslands. Þá bar hann fyrir sig að hann hafi talið Angelo vera að flytja peninga til Íslands en ekki fíkniefni. Angelo sagði fyrir dómi í gær að hann hafi átt að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands“ með þrjá pakka sem hann hafi ekki vitað hvað væri í. Það hafi verið hollenskur maður sem bað hann að fara í ferðina en hann hafi ekki grunað að neitt væri í ólagi fyrr en hann var handtekinn.Var að deyja úr stressi Saksóknari spurði Angelo hvers vegna framburður hans fyrir dómi hefði breyst varðandi vitneskju um fíkniefnin. Hann sagði þá: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn á mér var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.“ Angelo kom fyrst til Íslands með Norrænu þann 22. september 2015 ásamt hollenskri konu. Tveimur dögum síðar skildi hann bílinn eftir og fór aftur til Hollands. Um viku síðar kom hann aftur ásamt hollenska manninum. Þeir voru handteknir í kjölfarið. Erfitt reyndist að hafa uppi á konunni og er hún því ekki sakborningur í málinu.Yfirgaf aldrei bílinn Í skýrslutöku af lögreglumanni, sem fylgdi bílnum sem Angelo keyrði við komu til landsins, kom fram að bílinn hefði verið stöðvaður í nokkur skipti á leiðinni frá Norrænu. Angelo hafi farið út úr bílnum í nokkur skipti til að taka myndir, þar á meðal af Skógarfossi, en konan hafi alltaf beðið í bílnum. Angelo sagði að hún hafi ekki viljað skoða neitt og að hún hafi viljað drífa sig. Hann hafi hins vegar viljað taka myndir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00
Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00
Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00