Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Aðalmeðferð í máli Angelo hófst í gær. vísir/ernir Angelo Uyleman, 29 ára gamall Hollendingur sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af sterkum fíkniefnum til Íslands í bíl með Norrænu í september í fyrra, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Þar kvaðst hann hafa vitað af fíkniefnunum en neitaði því í gær.Móðir Angelo vitni í málinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Angelo var ekki viðstaddur lengi en fór og hitti móður sína, sem kom til landsins í gær. Hún er vitni í málinu og kemur fyrir dóm í dag.Með þroska á við 12 ára barn Málið hefur vakið athygli þar sem Angelo er greindarskertur. Hinn Hollendingurinn staðfesti fyrir dómi að hann hafi sagt við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að Angelo væri ófær um að fara einn til Íslands vegna þroskaskerðingar en hann væri með þroska á við 12 ára barn. Þess vegna hafi hann verið beðin um að fara með Angelo til Íslands. Þá bar hann fyrir sig að hann hafi talið Angelo vera að flytja peninga til Íslands en ekki fíkniefni. Angelo sagði fyrir dómi í gær að hann hafi átt að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands“ með þrjá pakka sem hann hafi ekki vitað hvað væri í. Það hafi verið hollenskur maður sem bað hann að fara í ferðina en hann hafi ekki grunað að neitt væri í ólagi fyrr en hann var handtekinn.Var að deyja úr stressi Saksóknari spurði Angelo hvers vegna framburður hans fyrir dómi hefði breyst varðandi vitneskju um fíkniefnin. Hann sagði þá: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn á mér var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.“ Angelo kom fyrst til Íslands með Norrænu þann 22. september 2015 ásamt hollenskri konu. Tveimur dögum síðar skildi hann bílinn eftir og fór aftur til Hollands. Um viku síðar kom hann aftur ásamt hollenska manninum. Þeir voru handteknir í kjölfarið. Erfitt reyndist að hafa uppi á konunni og er hún því ekki sakborningur í málinu.Yfirgaf aldrei bílinn Í skýrslutöku af lögreglumanni, sem fylgdi bílnum sem Angelo keyrði við komu til landsins, kom fram að bílinn hefði verið stöðvaður í nokkur skipti á leiðinni frá Norrænu. Angelo hafi farið út úr bílnum í nokkur skipti til að taka myndir, þar á meðal af Skógarfossi, en konan hafi alltaf beðið í bílnum. Angelo sagði að hún hafi ekki viljað skoða neitt og að hún hafi viljað drífa sig. Hann hafi hins vegar viljað taka myndir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Angelo Uyleman, 29 ára gamall Hollendingur sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af sterkum fíkniefnum til Íslands í bíl með Norrænu í september í fyrra, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Þar kvaðst hann hafa vitað af fíkniefnunum en neitaði því í gær.Móðir Angelo vitni í málinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Angelo var ekki viðstaddur lengi en fór og hitti móður sína, sem kom til landsins í gær. Hún er vitni í málinu og kemur fyrir dóm í dag.Með þroska á við 12 ára barn Málið hefur vakið athygli þar sem Angelo er greindarskertur. Hinn Hollendingurinn staðfesti fyrir dómi að hann hafi sagt við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að Angelo væri ófær um að fara einn til Íslands vegna þroskaskerðingar en hann væri með þroska á við 12 ára barn. Þess vegna hafi hann verið beðin um að fara með Angelo til Íslands. Þá bar hann fyrir sig að hann hafi talið Angelo vera að flytja peninga til Íslands en ekki fíkniefni. Angelo sagði fyrir dómi í gær að hann hafi átt að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands“ með þrjá pakka sem hann hafi ekki vitað hvað væri í. Það hafi verið hollenskur maður sem bað hann að fara í ferðina en hann hafi ekki grunað að neitt væri í ólagi fyrr en hann var handtekinn.Var að deyja úr stressi Saksóknari spurði Angelo hvers vegna framburður hans fyrir dómi hefði breyst varðandi vitneskju um fíkniefnin. Hann sagði þá: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn á mér var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.“ Angelo kom fyrst til Íslands með Norrænu þann 22. september 2015 ásamt hollenskri konu. Tveimur dögum síðar skildi hann bílinn eftir og fór aftur til Hollands. Um viku síðar kom hann aftur ásamt hollenska manninum. Þeir voru handteknir í kjölfarið. Erfitt reyndist að hafa uppi á konunni og er hún því ekki sakborningur í málinu.Yfirgaf aldrei bílinn Í skýrslutöku af lögreglumanni, sem fylgdi bílnum sem Angelo keyrði við komu til landsins, kom fram að bílinn hefði verið stöðvaður í nokkur skipti á leiðinni frá Norrænu. Angelo hafi farið út úr bílnum í nokkur skipti til að taka myndir, þar á meðal af Skógarfossi, en konan hafi alltaf beðið í bílnum. Angelo sagði að hún hafi ekki viljað skoða neitt og að hún hafi viljað drífa sig. Hann hafi hins vegar viljað taka myndir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00
Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00
Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00