Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2016 06:00 Angelo er leiður á biðinni og langar heim til Hollands. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira