Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2016 06:00 Angelo er leiður á biðinni og langar heim til Hollands. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira