Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Birta Svavarsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 15:11 Í dómssal í gær. Vísir/Ernir Íslenskur maður sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnasmygl gefur lítið fyrir Excel-skjöl sem fundust í tölvu hans við leit lögreglu, en ákæruvaldið vill meina að í þeim sé að finna nákvæmt bókhald um fíkniefnaviðskipti. Í tölvu mannsins fundust einnig forrit til að dulkóða og læsa skjölum. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness, en ásamt Íslendingnum eru tveir Hollendingar ákærðir og annar íslenskur maður. Mönnunum er gefið að sök að hafa í september 2015 staðið saman að því að flytja inn 23 kíló af sterkum fíkniefnum, en málið hefur vakið nokkra athygli vegna greindarskerðingar eins hinna ákærðu. Vísir greindi frá vitnisburði hinna mannanna í gær og í dag.Sjá einnig: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupaÍslendingarnir tveir voru viðskiptafélagarÍslendingurinn, sem handtekinn var á heimili tengdaforeldra sinna þann 28. september í fyrra, segist vera vinur og viðskiptafélagi hins Íslendingsins en hafa ekki þekkt til Hollendinganna tveggja sem einnig eru ákærðir. Íslendingarnir hefðu verið að vinna að gerð bókunarsíðu fyrir bílaleigur saman og verið staddir í Keflavík 24. september í fyrra til að ganga frá ýmsum málum varðandi það, meðal annars skoða bílaleigur á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig:Á hælum Angelo dögum samanKassar utan um dulkóðaða Blackberry síma líkt og viðskiptafélagi hans seldi fundust um borð í bíl hans, en hann sagðist ekki kannast við að hafa haft slíkt símtæki undir höndum sjálfur, né hafa vitað að símarnir væru útbúnir sérstökum forritum til að senda dulkóðuð skilaboð.Lögregla leitaði á heimili hins ákærðaVið leit á heimili ákærða fannst umslag sem á voru ritaðar tvær talnarunur og símanúmer, sem ákærði sagði vera númer á iKortum og símanúmerum tengdum þeim, en hann sagðist hafa lagt inn á um 20 iKort. Peningana segir hann hafa komið frá þeim ótal viðskiptum sem hann hefur staðið í, en hann hafi verið viðriðin ýmis viðskipti „síðan hann man eftir sér“, meðal annars ferðaþjónustu, vöruþróun og gjaldeyrisviðskipti.Viðskiptafélaginn var að selja dulkóðaða Blackberry síma.Vísir/EPAEinnig var lagt hald á minniskort úr myndavél sem innihélt myndir af Norrænu, en fíkniefnin voru flutt til landsins um borð í bíl með farþegaskipinu, Ákærði segist ekki hafa tekið myndirnar og hafa mikið verið að lána myndavélina, meðal annars samstarfsfélaga sínum sem einnig er ákærður í málinu. Vildi hann sérstaklega vekja athygli á því að engar myndir væri að finna af honum sjálfum á vélinni. Telja skjölin vera nákvæmt bókhald yfir fíkniefnaviðskiptiVið leit á tölvu hins ákærða fannst einnig mikið magn Excel-skjala ásamt forritunum Cloudfogger og TrueCrypt sem nota má við að dulkóða og læsa skjölum. Saksóknari lagði fyrir ákærða hin og þessi skjöl og spurði út í tölur og nöfn á þeim, og hvort að staðist gæti að þetta væru útreikningar á útgjöldum til kaupa á fíkniefnum, en samkvæmt rannsókn lögreglu pössuðu formúlur og tölur á bak við útreikninga í skjalinu við götuverð sölueininga á fíkniefnum, nánar til tekið á amfetamíni og kókaíni.Segir ályktanir lögreglu hlægilegarÁkærði sagði skjölin ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti og ekki vita hvað tölurnar í þeim þýði. Ennfremur sagðist hann hafa verið mjög undrandi þegar hann var handtekinn á heimili tengdaforeldra sinna þennan dag. Ákærði segist hafa verið mjög samstarfsfús og hafa látið þá hafa alla lykla sína og lykilorð og sagt þeim frá geymslu sinni og skrifstofu í óspurðum fréttum. Aðspurður segist hann vera viðskiptafræðimenntaður og að skjölin gætu mögulega tengst verkefnum úr náminu. „Það er hægt að taka fullt af skjölum úr tölvunni hjá einhverjum og láta þau líta tortryggilega út. Afsakið að ég segi það, en þetta er bara hlægilegt.“ Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Íslenskur maður sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnasmygl gefur lítið fyrir Excel-skjöl sem fundust í tölvu hans við leit lögreglu, en ákæruvaldið vill meina að í þeim sé að finna nákvæmt bókhald um fíkniefnaviðskipti. Í tölvu mannsins fundust einnig forrit til að dulkóða og læsa skjölum. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness, en ásamt Íslendingnum eru tveir Hollendingar ákærðir og annar íslenskur maður. Mönnunum er gefið að sök að hafa í september 2015 staðið saman að því að flytja inn 23 kíló af sterkum fíkniefnum, en málið hefur vakið nokkra athygli vegna greindarskerðingar eins hinna ákærðu. Vísir greindi frá vitnisburði hinna mannanna í gær og í dag.Sjá einnig: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupaÍslendingarnir tveir voru viðskiptafélagarÍslendingurinn, sem handtekinn var á heimili tengdaforeldra sinna þann 28. september í fyrra, segist vera vinur og viðskiptafélagi hins Íslendingsins en hafa ekki þekkt til Hollendinganna tveggja sem einnig eru ákærðir. Íslendingarnir hefðu verið að vinna að gerð bókunarsíðu fyrir bílaleigur saman og verið staddir í Keflavík 24. september í fyrra til að ganga frá ýmsum málum varðandi það, meðal annars skoða bílaleigur á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig:Á hælum Angelo dögum samanKassar utan um dulkóðaða Blackberry síma líkt og viðskiptafélagi hans seldi fundust um borð í bíl hans, en hann sagðist ekki kannast við að hafa haft slíkt símtæki undir höndum sjálfur, né hafa vitað að símarnir væru útbúnir sérstökum forritum til að senda dulkóðuð skilaboð.Lögregla leitaði á heimili hins ákærðaVið leit á heimili ákærða fannst umslag sem á voru ritaðar tvær talnarunur og símanúmer, sem ákærði sagði vera númer á iKortum og símanúmerum tengdum þeim, en hann sagðist hafa lagt inn á um 20 iKort. Peningana segir hann hafa komið frá þeim ótal viðskiptum sem hann hefur staðið í, en hann hafi verið viðriðin ýmis viðskipti „síðan hann man eftir sér“, meðal annars ferðaþjónustu, vöruþróun og gjaldeyrisviðskipti.Viðskiptafélaginn var að selja dulkóðaða Blackberry síma.Vísir/EPAEinnig var lagt hald á minniskort úr myndavél sem innihélt myndir af Norrænu, en fíkniefnin voru flutt til landsins um borð í bíl með farþegaskipinu, Ákærði segist ekki hafa tekið myndirnar og hafa mikið verið að lána myndavélina, meðal annars samstarfsfélaga sínum sem einnig er ákærður í málinu. Vildi hann sérstaklega vekja athygli á því að engar myndir væri að finna af honum sjálfum á vélinni. Telja skjölin vera nákvæmt bókhald yfir fíkniefnaviðskiptiVið leit á tölvu hins ákærða fannst einnig mikið magn Excel-skjala ásamt forritunum Cloudfogger og TrueCrypt sem nota má við að dulkóða og læsa skjölum. Saksóknari lagði fyrir ákærða hin og þessi skjöl og spurði út í tölur og nöfn á þeim, og hvort að staðist gæti að þetta væru útreikningar á útgjöldum til kaupa á fíkniefnum, en samkvæmt rannsókn lögreglu pössuðu formúlur og tölur á bak við útreikninga í skjalinu við götuverð sölueininga á fíkniefnum, nánar til tekið á amfetamíni og kókaíni.Segir ályktanir lögreglu hlægilegarÁkærði sagði skjölin ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti og ekki vita hvað tölurnar í þeim þýði. Ennfremur sagðist hann hafa verið mjög undrandi þegar hann var handtekinn á heimili tengdaforeldra sinna þennan dag. Ákærði segist hafa verið mjög samstarfsfús og hafa látið þá hafa alla lykla sína og lykilorð og sagt þeim frá geymslu sinni og skrifstofu í óspurðum fréttum. Aðspurður segist hann vera viðskiptafræðimenntaður og að skjölin gætu mögulega tengst verkefnum úr náminu. „Það er hægt að taka fullt af skjölum úr tölvunni hjá einhverjum og láta þau líta tortryggilega út. Afsakið að ég segi það, en þetta er bara hlægilegt.“
Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00
Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53