BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 22:01 Fjöldi AirBnb íbúða í Reykjavík hefur margfaldast á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00
Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49