Fótbolti

Norsku meisturunum slátrað í uppbótartíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn APOEL fagna.
Leikmenn APOEL fagna. vísir/getty
Draumur norsku meistaranna í Rosenborg um að spila í Meistaradeild Evrópu í ár er úr sögunni eftir að liðið mátti þola ótrúlegt tap, 3-0, fyrir kýpverska liðinu APOEL í kvöld.

Leikurinn fór fram á Kýpur og var Rosenborg með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Þeir norsku náðu að halda leiknum markalausum fram í uppbótartíma en þá skoraði Giannis Gianniotas dýrmætt mark fyrir heimamenn, við gríðarlegan fögnuð þeirra.

1-0 sigur var nóg fyrir kýpverska liðið en það lét ekki staðar numið og skoraði tvö mörk til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. 4-2 samanlagður sigur var því niðurstaðan og APOEL komið í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg og spilaði allan leikinn í vörn liðisins. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu en Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×