Valsbanarnir og Blikabanarnir bruna áfram í Evrópukeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 20:46 Lettarnir unnu Blika naumt en fóru örugglega áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Liðin sem slógu íslensku liðin Val og Breiðablik út úr fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar komust bæði áfram í þriðju umferðina í kvöld. Lettarnir úr Jelgava unnu flottan 3-0 sigur á slóvakísku liði en danska liðið Bröndby þurfti vítakeppni til að slá út skoska liðið Hibernian.Danirnir í Bröndby unnu Valsmenn samanlagt 10-1 í fyrstu umferðinni en sigurinn í kvöld var talsvert tæpari og þurfti 120 mínútur og tíu vítaspyrnur til að fá fram sigurvegara. Bröndby hafði unnið Hibernian 1-0 í fyrri leiknum í Skotlandi en Skotarnir unnu 1-0 á Bröndby Stadium í kvöld. Því varð að framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Skotarnir klikkuðu á fyrstu vítaspyrnu sinni og fengu á endanum ekki að taka fimmtu og síðustu spyrnu sína. Danirnir skoruðu nefnilega úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér sæti í næstu umferð. Bröndby mætir þýska liðinu Hertha BSC frá Berlín í þriðju umferðinni.Jelgava sló Breiðablik út úr fyrstu umferðinni 5-4 samanlagt þar sem Blikar fóru illa að ráði sínu. Blikarnir virðast hafa verið mun erfiðari andstæðingur en Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Jelgava og Slovan Bratislava gerðu reyndar markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu en Jelgava vann 3-0 sigur í seinni leiknum í kvöld. Glebs Kluskins skoraði fyrsta markið úr vítspyrnu á 27. mínútu, Boriss Bogdaskins bætti við öðru marki á 48. mínútu og Olegs Malasenoks skoraði síðan síðasta markið á 85.mínútu. Verðlaunin hjá Lettunum fyrir sigurinn í kvöld er að mæta Beitar Jerusalem frá Ísrael í þriðju umferð forkeppninnar. Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Liðin sem slógu íslensku liðin Val og Breiðablik út úr fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar komust bæði áfram í þriðju umferðina í kvöld. Lettarnir úr Jelgava unnu flottan 3-0 sigur á slóvakísku liði en danska liðið Bröndby þurfti vítakeppni til að slá út skoska liðið Hibernian.Danirnir í Bröndby unnu Valsmenn samanlagt 10-1 í fyrstu umferðinni en sigurinn í kvöld var talsvert tæpari og þurfti 120 mínútur og tíu vítaspyrnur til að fá fram sigurvegara. Bröndby hafði unnið Hibernian 1-0 í fyrri leiknum í Skotlandi en Skotarnir unnu 1-0 á Bröndby Stadium í kvöld. Því varð að framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Skotarnir klikkuðu á fyrstu vítaspyrnu sinni og fengu á endanum ekki að taka fimmtu og síðustu spyrnu sína. Danirnir skoruðu nefnilega úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér sæti í næstu umferð. Bröndby mætir þýska liðinu Hertha BSC frá Berlín í þriðju umferðinni.Jelgava sló Breiðablik út úr fyrstu umferðinni 5-4 samanlagt þar sem Blikar fóru illa að ráði sínu. Blikarnir virðast hafa verið mun erfiðari andstæðingur en Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Jelgava og Slovan Bratislava gerðu reyndar markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu en Jelgava vann 3-0 sigur í seinni leiknum í kvöld. Glebs Kluskins skoraði fyrsta markið úr vítspyrnu á 27. mínútu, Boriss Bogdaskins bætti við öðru marki á 48. mínútu og Olegs Malasenoks skoraði síðan síðasta markið á 85.mínútu. Verðlaunin hjá Lettunum fyrir sigurinn í kvöld er að mæta Beitar Jerusalem frá Ísrael í þriðju umferð forkeppninnar.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira