Valsbanarnir og Blikabanarnir bruna áfram í Evrópukeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 20:46 Lettarnir unnu Blika naumt en fóru örugglega áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Liðin sem slógu íslensku liðin Val og Breiðablik út úr fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar komust bæði áfram í þriðju umferðina í kvöld. Lettarnir úr Jelgava unnu flottan 3-0 sigur á slóvakísku liði en danska liðið Bröndby þurfti vítakeppni til að slá út skoska liðið Hibernian.Danirnir í Bröndby unnu Valsmenn samanlagt 10-1 í fyrstu umferðinni en sigurinn í kvöld var talsvert tæpari og þurfti 120 mínútur og tíu vítaspyrnur til að fá fram sigurvegara. Bröndby hafði unnið Hibernian 1-0 í fyrri leiknum í Skotlandi en Skotarnir unnu 1-0 á Bröndby Stadium í kvöld. Því varð að framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Skotarnir klikkuðu á fyrstu vítaspyrnu sinni og fengu á endanum ekki að taka fimmtu og síðustu spyrnu sína. Danirnir skoruðu nefnilega úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér sæti í næstu umferð. Bröndby mætir þýska liðinu Hertha BSC frá Berlín í þriðju umferðinni.Jelgava sló Breiðablik út úr fyrstu umferðinni 5-4 samanlagt þar sem Blikar fóru illa að ráði sínu. Blikarnir virðast hafa verið mun erfiðari andstæðingur en Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Jelgava og Slovan Bratislava gerðu reyndar markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu en Jelgava vann 3-0 sigur í seinni leiknum í kvöld. Glebs Kluskins skoraði fyrsta markið úr vítspyrnu á 27. mínútu, Boriss Bogdaskins bætti við öðru marki á 48. mínútu og Olegs Malasenoks skoraði síðan síðasta markið á 85.mínútu. Verðlaunin hjá Lettunum fyrir sigurinn í kvöld er að mæta Beitar Jerusalem frá Ísrael í þriðju umferð forkeppninnar. Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Liðin sem slógu íslensku liðin Val og Breiðablik út úr fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar komust bæði áfram í þriðju umferðina í kvöld. Lettarnir úr Jelgava unnu flottan 3-0 sigur á slóvakísku liði en danska liðið Bröndby þurfti vítakeppni til að slá út skoska liðið Hibernian.Danirnir í Bröndby unnu Valsmenn samanlagt 10-1 í fyrstu umferðinni en sigurinn í kvöld var talsvert tæpari og þurfti 120 mínútur og tíu vítaspyrnur til að fá fram sigurvegara. Bröndby hafði unnið Hibernian 1-0 í fyrri leiknum í Skotlandi en Skotarnir unnu 1-0 á Bröndby Stadium í kvöld. Því varð að framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Skotarnir klikkuðu á fyrstu vítaspyrnu sinni og fengu á endanum ekki að taka fimmtu og síðustu spyrnu sína. Danirnir skoruðu nefnilega úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér sæti í næstu umferð. Bröndby mætir þýska liðinu Hertha BSC frá Berlín í þriðju umferðinni.Jelgava sló Breiðablik út úr fyrstu umferðinni 5-4 samanlagt þar sem Blikar fóru illa að ráði sínu. Blikarnir virðast hafa verið mun erfiðari andstæðingur en Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Jelgava og Slovan Bratislava gerðu reyndar markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu en Jelgava vann 3-0 sigur í seinni leiknum í kvöld. Glebs Kluskins skoraði fyrsta markið úr vítspyrnu á 27. mínútu, Boriss Bogdaskins bætti við öðru marki á 48. mínútu og Olegs Malasenoks skoraði síðan síðasta markið á 85.mínútu. Verðlaunin hjá Lettunum fyrir sigurinn í kvöld er að mæta Beitar Jerusalem frá Ísrael í þriðju umferð forkeppninnar.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira