Skora á yfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2016 10:50 Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs Akranessbæjar í gær. vísir/nanna Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira