Innlent

Andlátsfregn: Kristín Halldórsdóttir látin

Jakob Bjarnar skrifar
Kristín Halldórsdóttir.
Kristín Halldórsdóttir.
Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans með meiru, lést á Mörk hjúkrunarheimili í gærmorgun, eftir erfið veikindi.

Kristín var þingmaður Reyknesinga 1983-1987, alþingismaður Reyknesinga 1987-1989 og 1995-1999.

Svo vitnað sé í Alþingisvefinn þá var Kristín fædd í í Varmahlíð í Reykjadal 20. október 1939. „Foreldrar: Halldór Víglundsson (fædd 11. júní 1911, dáin 15. apríl 1977) smiður þar og 1. kona hans Halldóra Sigurjónsdóttir (fædd 26. júní 1905, dáin 10. apríl 1994) húsmæðrakennari og síðar skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugum, dóttir Sigurjóns Friðjónssonar alþingismanns, systir Braga alþingismanns og ráðherra og Arnórs varaþingmanns Sigurjónssona. Maki (24. desember 1963): Jónas Kristjánsson (fæddur 5. febrúar 1940) ritstjóri DV. Foreldrar: Kristján Jónasson, sonur Jónasar Kristjánssonar alþingismanns, og kona hans Anna Pétursdóttir. Börn: Kristján (1964), Pálmi (1968), Pétur (1970), Halldóra (1974).“

Kristín lauk stúdentsprófi frá MA 1960 og Kennaraprófi KÍ 1961. Hún var blaðamaður við Tímann 1961-1964. Kennari við Digranesskóla í Kópavogi 1964–1966. Blaðamaður við Vikuna 1972–1974, ritstjóri 1974–1979. Starfskona Samtaka um kvennalista 1989–1995.

365 sendir fjölskyldu Kristínar og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×