Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 10:14 Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, þakkaði þjóðinni. Vísir/Getty Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina. Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina.
Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35