Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Una Sighvatsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:13 Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast. Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast.
Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33
6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20