Enski boltinn

Balotelli: Mun vinna Ballon d'Or einn daginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Mario Balotelli er enn staðráðinn í því að hann muni einn daginn vinna Ballon d’Or, en verðlaunin eru veitt fyrir besta leikmann í Evrópu fyrir hvert ár.

Ítalinn snéri aftur til æfinga hjá Liverpool á dögunum eftir vonbrigðartímabil hjá AC Milan þar sem hann var á láni, en Balotelli gekk í raðir Liverpool frá AC Milan fyrir 16 milljónir punda.

„Á skalanum einn til tíu hef ég staðnað í fimm, en mun fara í tíu einn daginn. Ég vil fara þangað. Ég vil vinna Ballon d’Or,” sagði Balotelli í samtali við Corriere della Sera.

„Ég geri mér grein fyrir því að ég hef eytt síðustu tveimur árum þegar tækifærið gafst til að fara nær tíu, en að halda áfram að vera í fimm.”

„Ég veit að Ballon d’Or gæti verið hlægilegt og ég hef ekki gert allt til að verða sá besti, en mikilvægasti hluturinn er að það er ekki of seint.”

Á síðustu tveimur árum hefur Balotelli einungis skorað sjö mörk í öllum keppnum, en var í frábæru formi þegar hann kom til Liverpool; skoraði átján mörk á tímabilinu 2013/14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×