Fótbolti

Deschamps: Tek hatt minn ofan fyrir Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Deschamps var kátur í kvöld.
Deschamps var kátur í kvöld. vísir/afp
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandi í kvöld. Frakkland vann 5-2 sigur og tryggði sér sæti í undanúrslitum EM.

Andstæðingur Frakklands í undanúrslitunum verður Þýskaland og snerist blaðamannafundurinn að stórum hluta um þann leik. En Deschamps hrósaði þó íslenska liðinu.

„Við vorum 4-0 yfir í hálfleik og þó svo að allt getur gerst í fótbolta þá vorum við með nokkuð góða forystu,“ sagði hann um fyrri hálfleikinn þar sem Ísland átti erfitt uppdráttar.

„En Ísland spilaði meiri fótbolta í síðari hálfleik og við gerðum nokkrar breytingar sem tók jafnvægið úr liðinu. En okkur tókst svo að ná ágætum tökum á leiknum.“

„Ég er ánægður fyrir hönd Íslands. Afrek þeirra er frábært. Að skora tvö mörk er verðlaun fyrir Íslendinga. En við skoruðum fimm og ég er ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með að fá þessi tvö á okkur.“

„En þetta var merkilegt fyrir Ísland og ég tek hatt minn ofan fyrir allt það sem Ísland hefur afrekað á þessu móti.“


Tengdar fréttir

Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei

"Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×