Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk fær nú heldur betur að kenna á reiðinni eins og hún birtist á netinu en þar er honum bókstaflega úthúðað. Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. Öll góð ævintýri þurfa þorpara og í tengslum við EM-ævintýri Íslands hefur einn maður öðrum fremur gert tilkall til þess hlutverks, hvort sem honum líkar betur eða verr. Nefnilega Björn Steinbekk miðasölumaður. Björn fær það óþvegið á Internetinu og ef ekki væri fyrir ógætileg orð FH-ingsins Steven Lennons á Twitter, væri hann nú einn að ganga þau svipugöngin; hvar Íslendingar fá útrás eftir ofurjákvæðni undanfarinna daga og vikna. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom. Og komust því ekki á leik Íslands og Frakklands, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint. Leikurinn er líkast til hápunktur íslenskrar knattspyrnusögu. Björn sjálfur segist í samtali við Ríkisútvarpið vera fórnarlambið í málinu, hann hafi verið svikinn um miðana. Hann segist hafa verið svikinn af Knattspyrnusambandi Evrópu og íhugar málaferli. Vísir fer yfir það sem Björn hefur til málanna að leggja hér.Á ekki von á góðuEn, reiðin sem að honum snýr og birtist á Facebook er áþreifanleg. Þannig er söngkonunni og fótboltaáhugamanninum Helgu Möller ekki skemmt og hún talar fyrir munn margra.Er Björn nýr Lúkas?Í raun eru mörg ummælin sem finna má um Björn á Facebook vart birtingarhæf. Í Facebookhópi sem heitir „Ferðagrúppa fyrir EM 2016“ er sannkölluð reiðialda sem gengur yfir, sem beinist að Birni. Þar eru honum ekki vandaðar kveðjurnar. Þó eru einhverjir sem velta því fyrir sér hvort hér sá í uppsiglingu nýtt Lúkasarmál? (Þegar reiðialda reis vegna meints hundadráps sem reyndist svo ekki á rökum reist.) En, þar er á það bent að ekki sé nú sannfærandi að fullyrða að UEFA sé að útvega miða fyrir svartamarkaðsbrask? „Hann ætlaði nú fyrst að stinga af með mikið af þessum miðum í rassvasanum áður en nokkrir Íslendingar sáu glitta í þá og heimtuðu að fá þá!“ Upphrópunarmerking eru ekki spöruð í dag.Hvernig viltu hafa þetta Björn? Og þar er að finna þessa frásögn sem kjarnar líðan fólks. Stefán Svan skrifar:Fífl og svikariFréttastofu Vísis hefur ekki tekist að ná í Björn Steinbekk að heitið geti. Og hann hefur ekki reynt að svara þeim sem eru honum reiðir á netinu. Þó má sjá spor hans þar, því hann hefur hreinsað rækilega til á Facebookvegg sínum. Vísir tók hins vegar, í bríaríi, afrit af þeim. Ýmis ummæli sem mátti þar sjá í gærkvöldi eru horfin. Björn birti til að mynda mynd af leikvelli en þar við er ritað: „Hvar fékkst þú miða fíflið þitt?“ Og: „Þú finnst.“ Að auki: „Svikari.“ Allt þetta er nú horfið sem og auglýsingar hans á Facebookvegg hans, svo sem:Next stop PARIS„Ég á þrjá miða eftir á leikinn. besta stað, bestu sæti möguleg. Nenni ekki að selja einhverjum bretum,“ skrifaði Björn.Af Facebookvegg Björns sjálfs, en hann hefur nú gripið til þess að eyða út fjölmörgum færslum af vegg sínum.Og í einni færslunni sem nú er horfin en er frá 30. júní er Björn bjartsýnn og ánægður með gang mála: „Jæja...í dag höfum við hjálpað meira en 300 íslendingum að komast á leikinn. Það eru afar fáir miðar eftir og óvíst hvort fleiri séu í boði. Vodafone er ítrekað að minna mig á mikla erlenda notkun,“ skrifar Björn og segir vinnuálagið mikið. „Við hættum væntanlega að selja seinnipartinn á morgun þannig að ef það vantar látið vita. Next stop PARÍS.“ Tengdar fréttir Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. Öll góð ævintýri þurfa þorpara og í tengslum við EM-ævintýri Íslands hefur einn maður öðrum fremur gert tilkall til þess hlutverks, hvort sem honum líkar betur eða verr. Nefnilega Björn Steinbekk miðasölumaður. Björn fær það óþvegið á Internetinu og ef ekki væri fyrir ógætileg orð FH-ingsins Steven Lennons á Twitter, væri hann nú einn að ganga þau svipugöngin; hvar Íslendingar fá útrás eftir ofurjákvæðni undanfarinna daga og vikna. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom. Og komust því ekki á leik Íslands og Frakklands, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint. Leikurinn er líkast til hápunktur íslenskrar knattspyrnusögu. Björn sjálfur segist í samtali við Ríkisútvarpið vera fórnarlambið í málinu, hann hafi verið svikinn um miðana. Hann segist hafa verið svikinn af Knattspyrnusambandi Evrópu og íhugar málaferli. Vísir fer yfir það sem Björn hefur til málanna að leggja hér.Á ekki von á góðuEn, reiðin sem að honum snýr og birtist á Facebook er áþreifanleg. Þannig er söngkonunni og fótboltaáhugamanninum Helgu Möller ekki skemmt og hún talar fyrir munn margra.Er Björn nýr Lúkas?Í raun eru mörg ummælin sem finna má um Björn á Facebook vart birtingarhæf. Í Facebookhópi sem heitir „Ferðagrúppa fyrir EM 2016“ er sannkölluð reiðialda sem gengur yfir, sem beinist að Birni. Þar eru honum ekki vandaðar kveðjurnar. Þó eru einhverjir sem velta því fyrir sér hvort hér sá í uppsiglingu nýtt Lúkasarmál? (Þegar reiðialda reis vegna meints hundadráps sem reyndist svo ekki á rökum reist.) En, þar er á það bent að ekki sé nú sannfærandi að fullyrða að UEFA sé að útvega miða fyrir svartamarkaðsbrask? „Hann ætlaði nú fyrst að stinga af með mikið af þessum miðum í rassvasanum áður en nokkrir Íslendingar sáu glitta í þá og heimtuðu að fá þá!“ Upphrópunarmerking eru ekki spöruð í dag.Hvernig viltu hafa þetta Björn? Og þar er að finna þessa frásögn sem kjarnar líðan fólks. Stefán Svan skrifar:Fífl og svikariFréttastofu Vísis hefur ekki tekist að ná í Björn Steinbekk að heitið geti. Og hann hefur ekki reynt að svara þeim sem eru honum reiðir á netinu. Þó má sjá spor hans þar, því hann hefur hreinsað rækilega til á Facebookvegg sínum. Vísir tók hins vegar, í bríaríi, afrit af þeim. Ýmis ummæli sem mátti þar sjá í gærkvöldi eru horfin. Björn birti til að mynda mynd af leikvelli en þar við er ritað: „Hvar fékkst þú miða fíflið þitt?“ Og: „Þú finnst.“ Að auki: „Svikari.“ Allt þetta er nú horfið sem og auglýsingar hans á Facebookvegg hans, svo sem:Next stop PARIS„Ég á þrjá miða eftir á leikinn. besta stað, bestu sæti möguleg. Nenni ekki að selja einhverjum bretum,“ skrifaði Björn.Af Facebookvegg Björns sjálfs, en hann hefur nú gripið til þess að eyða út fjölmörgum færslum af vegg sínum.Og í einni færslunni sem nú er horfin en er frá 30. júní er Björn bjartsýnn og ánægður með gang mála: „Jæja...í dag höfum við hjálpað meira en 300 íslendingum að komast á leikinn. Það eru afar fáir miðar eftir og óvíst hvort fleiri séu í boði. Vodafone er ítrekað að minna mig á mikla erlenda notkun,“ skrifar Björn og segir vinnuálagið mikið. „Við hættum væntanlega að selja seinnipartinn á morgun þannig að ef það vantar látið vita. Next stop PARÍS.“
Tengdar fréttir Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38