Innlent

Hundruð svikin um miða

Sveinn Arnarsson skrifar
Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.
Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Fréttablaðið/Stefán
„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um ParísHundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið.„Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn.„Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.