Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 10:31 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Vísir/Stefán Athafnamaðurinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og því hafi fjöldi Íslendinga sem keypti miða af Birni ekki fengið þá í gær fyrir leik Íslands og Frakklands á EM og því misstu þeir af leiknum. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en ekki náð tali af Birni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi, nótt og í morgun. Tjörvi Einarsson lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sem verið hefur við vinnu í Frakklandi vegna EM staðfesti í samtali við Vísi í morgun að franska lögreglan væri að skoða miðamál Íslendinga sem keypt höfðu miða á leikinn en ekki fengið þá. Enginn hefur þó verið handtekinn en ekki er nákvæmlega vitað hversu margir fengu ekki miða en ein tala sem hefur verið nefnd er sjötíu. Ekki falsaðir miðar Í samtali við RÚV kveðst Björn ætla að sjá til þess að allir þeir sem keyptu af honum miða en fengu ekki fái miðann endurgreiddan. Hann íhugar málaferli gegn UEFA vegna miðakaupanna og segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að miðarnir sem hann hafi selt Íslendingum upphaflega hafi verið falsaðir eða hann útvega þá eftir óeðlilegum leiðum. Björn seldi stórum hópi Íslendinga miða á viðureign Englands og Íslands í sextán liða úrslitum. Ekkert bar á óánægjuröddum í kringum þann leik. Hann segir við RÚV að eftir þann leik hafi sama fólk og útvegaði honum miða á þann leik haft samband og boðist til að selja honum miða á leik Íslands og Frakklands. „Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár,“ segir Björn. Hann hafi gögn undir höndum sem sanni mál hans, honum hafi verið lofaðir miðar. Miðarnir hafi svo ekki verið komnir á laugardagskvöldið, hann orðið stressaður og farið í að útvega miðana eftir öðrum leiðum. Tölvupóstur án lykilupplýsinga Í frétt RÚV er birtur tölvupóstur sem Björn segir að hafi verið til sýn frá viðkomandi aðila. Ekki sést á tölvupóstinum hver skrifaði hann og ekkert sem tengir hann við UEFA. Sömuleiðis er nafn Björns ekki þar að finna. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær. Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. „Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur einhverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bakpoka,“ bætir Björn við. Þjófarnir hafi verið Íslendingar sem voru orðnir verulega órólegir, leikurinn að hefjast og þeir stressaðir, skiljanlega að sögn Björns. „Ástandið í gær var í rauninni hræðilegt,“ segir Björn sem ætlar að leita réttar síns vegna málsins. Franska lögreglan er með málið til skoðunar en enginn hafði verið handtekinn í morgun vegna málsins. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Athafnamaðurinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og því hafi fjöldi Íslendinga sem keypti miða af Birni ekki fengið þá í gær fyrir leik Íslands og Frakklands á EM og því misstu þeir af leiknum. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en ekki náð tali af Birni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi, nótt og í morgun. Tjörvi Einarsson lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sem verið hefur við vinnu í Frakklandi vegna EM staðfesti í samtali við Vísi í morgun að franska lögreglan væri að skoða miðamál Íslendinga sem keypt höfðu miða á leikinn en ekki fengið þá. Enginn hefur þó verið handtekinn en ekki er nákvæmlega vitað hversu margir fengu ekki miða en ein tala sem hefur verið nefnd er sjötíu. Ekki falsaðir miðar Í samtali við RÚV kveðst Björn ætla að sjá til þess að allir þeir sem keyptu af honum miða en fengu ekki fái miðann endurgreiddan. Hann íhugar málaferli gegn UEFA vegna miðakaupanna og segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að miðarnir sem hann hafi selt Íslendingum upphaflega hafi verið falsaðir eða hann útvega þá eftir óeðlilegum leiðum. Björn seldi stórum hópi Íslendinga miða á viðureign Englands og Íslands í sextán liða úrslitum. Ekkert bar á óánægjuröddum í kringum þann leik. Hann segir við RÚV að eftir þann leik hafi sama fólk og útvegaði honum miða á þann leik haft samband og boðist til að selja honum miða á leik Íslands og Frakklands. „Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár,“ segir Björn. Hann hafi gögn undir höndum sem sanni mál hans, honum hafi verið lofaðir miðar. Miðarnir hafi svo ekki verið komnir á laugardagskvöldið, hann orðið stressaður og farið í að útvega miðana eftir öðrum leiðum. Tölvupóstur án lykilupplýsinga Í frétt RÚV er birtur tölvupóstur sem Björn segir að hafi verið til sýn frá viðkomandi aðila. Ekki sést á tölvupóstinum hver skrifaði hann og ekkert sem tengir hann við UEFA. Sömuleiðis er nafn Björns ekki þar að finna. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær. Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. „Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur einhverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bakpoka,“ bætir Björn við. Þjófarnir hafi verið Íslendingar sem voru orðnir verulega órólegir, leikurinn að hefjast og þeir stressaðir, skiljanlega að sögn Björns. „Ástandið í gær var í rauninni hræðilegt,“ segir Björn sem ætlar að leita réttar síns vegna málsins. Franska lögreglan er með málið til skoðunar en enginn hafði verið handtekinn í morgun vegna málsins.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38