Erlent

Danskur ný­nas­istaklofningur beitir ís­lenska lands­liðinu við at­kvæða­veiðar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sem flokkurinn deilir á Facebook-síðu sinni.
Myndin sem flokkurinn deilir á Facebook-síðu sinni.

Stjórnmálaflokkurinn Danskernes Parti hefur gripið til þess ráðs að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu til að vekja athygli á málstað sínum.

Í gær deildi flokkurinn mynd sem sýnir leikmenn franska landsliðsins við hlið íslenskra landsliðsmanna að loknu 5-2 tapi Íslands gegn Frakklandi á Stade de France. Undir myndina hefur verið ritað að fólk eigi að deila myndinni ef það telur að leikmenn franska liðsins ættu frekar heima í Afríkukeppninni.

Danskernes Parti var stofnaður árið 2011 af Daniel Carlsen, sem er 26 ára í dag, þegar hann klauf sig úr danska nýnasistaflokknum DNSB. Flokksmenn staðsetja sig hægra megin á ás stjórmálanna, eða á svipuðum stað og Íslenska þjóðfylkingin, og berst af öllum mætti gegn innflytjendum sem þeir telja að eyðileggja muni danska menningu.

Flokkurinn bauð fram í sveitastjórnarkosningunum í Danmörku árið 2013 en náði hvergi inn manni. Bestum árangri náði flokkurinn í Fredericia þar sem hann hlaut 167 atkvæði eða 0,6 prósent.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.