Engin samstaða um nýja byssulöggjöf Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2016 06:00 John Cornyn, þingmaður repúblikana Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði fjórum nýjum frumvörpum um herta byssulöggjöf í fyrrinótt. Frumvörpin voru lögð fram í kjölfar skotárásarinnar í Orlando sem kostaði 49 manns lífið. Demókratar lögðu fram tvö frumvörp og repúblikanar tvö og kusu þingmenn demókrata á móti frumvörpum repúblikana og öfugt. Frumvörp demókrata sneru að aukinni þörf á bakgrunnsrannsókn á byssukaupendum og banni við því að fólk á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn gæti keypt skotvopn. Þá sneru frumvörp repúblikana annars vegar að því að dómsmálaráðherra fengi heimildir til að setja byssukaup manneskju á sama lista á ís á meðan dómari ákvarðaði hvort viðkomandi mætti kaupa vopnið og hins vegar að því að alríkislögreglu (FBI) yrði gert kunnugt um grunaða hryðjuverkamenn sem keyptu byssu án þess þó að komið yrði í veg fyrir kaupin.Chris Murphy, þingmaður demókrataChris Murphy, flutningsmaður annars frumvarpa demókrata, sagði niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Atkvæðagreiðslan vekur hjá mér hrylling en kemur mér ekki á óvart,“ sagði Murphy og bætti við: „Ég trúi því ekki að lýðræðið leyfi þessu þingi að vera úr öllum tengslum við vilja þjóðarinnar lengi.“ Þá sagði John Cornyn, þingmaður repúblikana, að hert byssulöggjöf væri ekki svarið. „Samstarfsmenn okkar vilja láta þetta snúast um byssulöggjöf þegar það sem við ættum að láta þetta snúast um er baráttan við að útrýma öfgafullum íslamisma sem er orsök þess sem gerðist í Orlando,“ sagði Cornyn. Hann sagði samstarfsmenn sína ætla að slá á sjúkdómseinkenni án þess að berjast við réttan sjúkdóm. Demókratar sögðu repúblikana hins vegar vera að stuðla að því að hryðjuverkamenn gætu keypt byssur með því að fella frumvörpin. „Repúblikanar hafa ákveðið að selja Íslamska ríkinu byssur,“ sagði Elizabeth Warren, þingmaður demókrata. Repúblikaninn Cornyn sagði hins vegar að það væri einfaldlega ekki hægt að banna fólki að kaupa byssur án nógu góðrar ástæðu þar sem rétturinn til vopnaburðar væri stjórnarskrárvarinn í öðrum viðauka stjórnarskrárinnar. Fjölmiðlar vestanhafs tóku hins vegar undir með demókrötum. Þannig sagði blaðamaður Washington Post að repúblikanar verndi rétt hryðjuverkamanna til vopnaburðar og kallaði hann aðstæðurnar fáránlegar. Í frétt USA Today var atkvæðagreiðslan kölluð „ótrúlegur heigulsháttur“ og í leiðara blaðsins voru þingmenn sagðir mannleysur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði fjórum nýjum frumvörpum um herta byssulöggjöf í fyrrinótt. Frumvörpin voru lögð fram í kjölfar skotárásarinnar í Orlando sem kostaði 49 manns lífið. Demókratar lögðu fram tvö frumvörp og repúblikanar tvö og kusu þingmenn demókrata á móti frumvörpum repúblikana og öfugt. Frumvörp demókrata sneru að aukinni þörf á bakgrunnsrannsókn á byssukaupendum og banni við því að fólk á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn gæti keypt skotvopn. Þá sneru frumvörp repúblikana annars vegar að því að dómsmálaráðherra fengi heimildir til að setja byssukaup manneskju á sama lista á ís á meðan dómari ákvarðaði hvort viðkomandi mætti kaupa vopnið og hins vegar að því að alríkislögreglu (FBI) yrði gert kunnugt um grunaða hryðjuverkamenn sem keyptu byssu án þess þó að komið yrði í veg fyrir kaupin.Chris Murphy, þingmaður demókrataChris Murphy, flutningsmaður annars frumvarpa demókrata, sagði niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Atkvæðagreiðslan vekur hjá mér hrylling en kemur mér ekki á óvart,“ sagði Murphy og bætti við: „Ég trúi því ekki að lýðræðið leyfi þessu þingi að vera úr öllum tengslum við vilja þjóðarinnar lengi.“ Þá sagði John Cornyn, þingmaður repúblikana, að hert byssulöggjöf væri ekki svarið. „Samstarfsmenn okkar vilja láta þetta snúast um byssulöggjöf þegar það sem við ættum að láta þetta snúast um er baráttan við að útrýma öfgafullum íslamisma sem er orsök þess sem gerðist í Orlando,“ sagði Cornyn. Hann sagði samstarfsmenn sína ætla að slá á sjúkdómseinkenni án þess að berjast við réttan sjúkdóm. Demókratar sögðu repúblikana hins vegar vera að stuðla að því að hryðjuverkamenn gætu keypt byssur með því að fella frumvörpin. „Repúblikanar hafa ákveðið að selja Íslamska ríkinu byssur,“ sagði Elizabeth Warren, þingmaður demókrata. Repúblikaninn Cornyn sagði hins vegar að það væri einfaldlega ekki hægt að banna fólki að kaupa byssur án nógu góðrar ástæðu þar sem rétturinn til vopnaburðar væri stjórnarskrárvarinn í öðrum viðauka stjórnarskrárinnar. Fjölmiðlar vestanhafs tóku hins vegar undir með demókrötum. Þannig sagði blaðamaður Washington Post að repúblikanar verndi rétt hryðjuverkamanna til vopnaburðar og kallaði hann aðstæðurnar fáránlegar. Í frétt USA Today var atkvæðagreiðslan kölluð „ótrúlegur heigulsháttur“ og í leiðara blaðsins voru þingmenn sagðir mannleysur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“