Innlent

Píratar vilja ekki spítala við Hringbraut

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þarna kallast pólitíkin og praktíkin á. Þó að það sé byrjað að byggja spítalann þá er þetta engu að síður samþykkt stefna félagsmanna,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, borgarfulltrúi Pírata, en í gær samþykktu félagsmenn að þeir vildu ekki byggja nýjan Landspítala við Hringbraut.

Í tillögunni sem samþykkt var í rafrænni kosningu segir að færð hafi verið rök fyrir því að ódýrara sé að reisa nýjan spítala á aðgengilegu svæði austar á höfuðborgarsvæðinu þegar á allt sé litið. 

„Nýr spítali við Hringbraut kallar á óheppilegan „bútasaum“ nýrra og gamalla spítalabygginga, sem eru að mörgu leyti úreltar og þarfnast 

kostnaðarsamra endurbóta. Byggt yrði við þröngar aðstæður og nálægð við Reykjavíkurflugvöll takmarkaði hæð bygginga. Þá myndu framkvæmdir við Hringbraut óhjákvæmilega raska verulega núverandi starfsemi þar í mörg ár,“ segir þar einnig.

Tillöguna má lesa í heild sinni með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×