KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 07:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09
Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55