Fótbolti

Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum í gær.
Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum í gær. vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið í fótbolta komst í gær í 16 liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, á Stade de France.

Sigurinn tryggði Íslandi annað sætið í F-riðli en það mætir Englandi í fyrsta mótsleik þjóðanna á mánudaginn í Nice.

Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni en liðið er að keppa á EM í fyrsta sinn í sögunni. Ísland gerði jafntefli við Portúgal og Ungverjaland og vann svo Austurríki í gær.

Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni sem nýliði tapar ekki leik í riðlakeppni EM og því um sögulega góðan árangur að ræða hjá okkar strákum.

Íslenska landsliðið er að æfa núna í Annecy og má finna beina útsendingu frá æfingunni hérna.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM

Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×