Íslenski boltinn

Willum Þór tekur við KR-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. Vísir/Vilhelm

Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld.

Það verður viðtal við Willum Þór hjá Kjartani Atla Kjartanssyni í íþróttapakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Willum sagðist í viðtali við Vísi í gær vera tilbúinn til viðræðna við vini sína í Vesturbænum.

Arnar Gunnlaugsson verður aðstoðarmaður Willums Þórs en fyrsti leikur KR-liðsins undir þeirra stjórn verður Evrópuleikur á móti norður-írska liðinu Glenavon á KR-vellinum á fimmtudaginn. Fyrsti deildarleikurinn verður aftur á móti á móti Víkingur Ólafsvík sunnudaginn 10. júlí.

Þetta er í annað skiptið sem Willum Þór þjálfar KR-liðið en hann gerði liðið tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum þegar hann stýrði liðinu frá 2002 til 2004. KR varð meistari 2002 og 2003 með Willum Þór sem þjálfara en seinna tímabilið var Arnar leikmaður hjá honum. Willum Þór herði Valsmenn einnig að Íslandsmeisturum sumarið 2007.

Willum Þór Þórsson er að fara að taka við sínu uppeldisfélagi en hann lék á sínum tíma 120 leiki með KR í efstu deild og skoraði í þeim 16 mörk.

Willum Þór þjálfaði síðast lið Leiknis í 1. deildinni sumarið 2012 en hann var síðast aðalþjálfari liðs í Pepsi-deildinni sumarið 2011 þegar hann þjálfaði lið Keflavíkur.

Willum Þór var hinsvegar aðstoðarþjálfari Guðmundar Benediktssonar hjá Breiðabliki sumarið 2014 en hann hefur verið Alþingismaður frá árinu 2013.

Willum Þór tekur vissulega við KR-liðinu á erfiðum tímapunkti. Vesturbæjarliðið er í 9. sæti með 9 stig og aðeins tveimur stigum frá fallsæti en KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni og fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.