Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 22:21 Gylfi í baráttunni við Dele Alli. vísir/epa Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira