Fótbolti

Ragnar í úrvalsliði 16-liða úrslitanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar býr sig undir að tækla Jamie Vardy.
Ragnar býr sig undir að tækla Jamie Vardy. vísir/epa
Ragnar Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á EM í Frakklandi og þá sérstaklega eftir leikinn gegn Englandi í gær.

Ragnar, sem leikur með Krasnodar í Rússlandi, skoraði jöfnunarmark Íslendinga á 6. mínútu, átti tæklingu mótsins og var frábær í hjarta íslensku varnarinnar í sínum sextugasta landsleik.

Ragnar var hæstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis, var valinn maður leiksins af UEFA og samkvæmt vefsíðunni WhoScored var hann besti maður vallarins gegn Englandi.

Vefsíðan WhoScored.com heldur utan um tölfræði mótsins og gefur leikmönnum einkunn byggða á frammistöðu þeirra í ýmsum tölfræðiþáttum.

Ragnar fékk 8,92 í einkunn hjá WhoScored fyrir leikinn í gær en enginn varnarmaður fékk hærri einkunn í leikjunum átta í 16-liða úrslitunum. Og Árbæingurinn var að sjálfsögðu í úrvalsliði 16-liða úrslitanna hjá WhoScored.

Ragnar vann þrjár tæklingar í leiknum í Nice í gær, náði boltanum fimm sinnum, vann fjögur skallaeinvígi og hreinsaði 10 sinnum frá marki Íslands, auk þess sem hann skoraði jöfnunarmarkið dýrmæta.

Þetta er í þriðja sinn á EM sem Íslendingar eiga fulltrúa í úrvalsliði WhoScored.

Hannes Þór Halldórsson var valinn í úrvalslið 1. umferðar riðlakeppninnar fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal og Kári Árnason, félagi Ragnars í hjarta íslensku varnarinnar, var í úrvalsliði 3. umferðar fyrir spilamennsku sína í sigrinum á Austurríki.

Úrvalslið 16-liða úrslitanna að mati WhoScored má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Miðarnir þúsund uppseldir

Stade de France tekur rúmlega 80.000 manns í sæti en óvíst er hve marga "follow your team“ miða Frakkar keyptu.

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Eiginkona Rooney brjáluð út í The Sun

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, var langt frá því að vera sátt með forsíðu breska dagblaðsins The Sun í dag.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×