Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júní 2016 16:14 Steven Avery hefur verið á bak við lás og slá í tíu ár og margir trúa því að hann sé saklaus. Vísir Heimildamyndaþættirnir Making A Murderer slógu í gegn á Netflix en þar er farið vandlega yfir mál þar sem Steven Avery var dæmdur fyrir morðið á Teresu Halbach. Einnig var frændi Avery, unglingspilturinn Brendan Dassey, dæmdur fyrir að hafa aðstoðað Avery við morðið. Margir þeirra sem hafa séð myndina hafa sannfærst um sakleysi þeirra beggja og var hitinn í kringum myndina slíkur að 500 þúsund undirskriftum var skilað til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann var hvattur til þess að afturkalla dómana yfir þeim frændum. Obama svaraði að hann hefði ekkert vald til þess að náða þá sem hafa verið dæmdir fyrir morð. Nú heldur nýr lögfræðingur Avery því fram að nýjar sannanir séu komnar upp í málinu sem gætu orðið til þess að réttað yrði aftur yfir honum. Sú heitir Kathleen Zellner og hefur nú þegar tekist að sýkna 17 menn sem áður hafa verið dæmdir fyrir glæpi af rangri sök.Mynd af lyklinum umtalaða sem lögfræðingur Avery hefur sent í frekari rannsókn.VísirEru leifar af hreinsiefni á lyklinum?Zellner heldur því fram að hún hafi undir höndunum ný sönnunargögn sem ættu að duga til þess að mál Avery verði enduropnað og réttað yrði yfir honum að nýju. Hún heldur því fram að leysingarefni hafi verið notað til þess að hreinsa bíllykil fórnarlambsins áður en DNA af Avery hafi verið komið fyrir á honum. Eins og þeir muna sem hafa séð heimildaþættina þá fannst bíllykill hennar skyndilega á svefnherbergisgólfi Avery eftir að lögreglan hafði leitað þar í tvo daga. Finnist leifar af leysiefninu á lyklinum segir Zellner að þá séu komnar næg vísindaleg rök til þess að fá málið opnað á ný. Einnig segist hún vera að rannsaka blóðið sem fannst í bíl fórnarlambsins með tilliti til aldurs sýnissins en í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að blóðið hafi komið úr eldra blóðsýni sem var í vörslu lögreglunnar. Það gæti því vel farið svo að máli Steven Avery sé ekki lokið en hann hefur nú verið á bak við lás og slá í um tíu ár.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarþáttaröðinni vinsælu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07 Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Heimildamyndaþættirnir Making A Murderer slógu í gegn á Netflix en þar er farið vandlega yfir mál þar sem Steven Avery var dæmdur fyrir morðið á Teresu Halbach. Einnig var frændi Avery, unglingspilturinn Brendan Dassey, dæmdur fyrir að hafa aðstoðað Avery við morðið. Margir þeirra sem hafa séð myndina hafa sannfærst um sakleysi þeirra beggja og var hitinn í kringum myndina slíkur að 500 þúsund undirskriftum var skilað til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann var hvattur til þess að afturkalla dómana yfir þeim frændum. Obama svaraði að hann hefði ekkert vald til þess að náða þá sem hafa verið dæmdir fyrir morð. Nú heldur nýr lögfræðingur Avery því fram að nýjar sannanir séu komnar upp í málinu sem gætu orðið til þess að réttað yrði aftur yfir honum. Sú heitir Kathleen Zellner og hefur nú þegar tekist að sýkna 17 menn sem áður hafa verið dæmdir fyrir glæpi af rangri sök.Mynd af lyklinum umtalaða sem lögfræðingur Avery hefur sent í frekari rannsókn.VísirEru leifar af hreinsiefni á lyklinum?Zellner heldur því fram að hún hafi undir höndunum ný sönnunargögn sem ættu að duga til þess að mál Avery verði enduropnað og réttað yrði yfir honum að nýju. Hún heldur því fram að leysingarefni hafi verið notað til þess að hreinsa bíllykil fórnarlambsins áður en DNA af Avery hafi verið komið fyrir á honum. Eins og þeir muna sem hafa séð heimildaþættina þá fannst bíllykill hennar skyndilega á svefnherbergisgólfi Avery eftir að lögreglan hafði leitað þar í tvo daga. Finnist leifar af leysiefninu á lyklinum segir Zellner að þá séu komnar næg vísindaleg rök til þess að fá málið opnað á ný. Einnig segist hún vera að rannsaka blóðið sem fannst í bíl fórnarlambsins með tilliti til aldurs sýnissins en í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að blóðið hafi komið úr eldra blóðsýni sem var í vörslu lögreglunnar. Það gæti því vel farið svo að máli Steven Avery sé ekki lokið en hann hefur nú verið á bak við lás og slá í um tíu ár.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarþáttaröðinni vinsælu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07 Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59
Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59