Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2016 12:07 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59