Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2016 22:30 Will Gregg fagnar marki sem hann skoraði í síðasta undirbúningsleik Norður-Íra fyrir EM. Það dugði honum þó ekki til að fá mínútur í Frakklandi. Vísir/AFP Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Norður-Írar féllu út fyrir Wales á grátlegan hátt en Gareth McAuley varð þá fyrir því að skora sjálfsmark sem færði Wales sæti í átta liða úrslitunum. Norður-Írar héldu sérstaka móttökuhátíð fyrir leikmennina og þar voru þeir kynntir til leiks einn á fætur öðrum. Enginn fékk þá flottari móttökur en framherinn Will Griggs. Will Grigg er líklega frægasti leikmaður norður-írska landsliðsins þótt að átján leikmenn hafi spilað meira en hann í fjórum leikjum Norður-Íra á EM í Frakklandi. Will Grigg spilaði ekki mínútu á EM í Frakklandi en nafn hans var samt mikið í fréttum þar sem stuðningsmenn Norður-Írlands elskuðu ekkert meira en að syngja Will Griggs sönginn „Will Grigg is on fire". Það var stuðningsmaður Wigan Athletic sem setti myndband inn á Youtube með lagi um Will Griggs þar sem að viðlagið var „Will Grigg's on fire, your defence is terrified" en lagið sjálft er lagið „Freed from Desire" með ítalska tónlistamanninum Gala. Will Grigg fór á kostum með Wigan Athletic í ensku C-deildinni og skopraði 25 deildarmörk á tímabilinu. Það var nóg til að tryggja honum sæti í EM-hópnum en landsliðsþjálfarinn hafði þó ekki not fyrir hann í leikjunum fjórum. Stuðningsmennirnir elskuðu sönginn um Will Grigg ekkert minna þrátt fyrir það og sungu hann endalaust á leikjum liðsins á EM. Það var því mjög skemmtilegt stund á móttökuhátíðinni til þegar Will Grigg var kynntur til leiks eins og sjá má hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Norður-Írar féllu út fyrir Wales á grátlegan hátt en Gareth McAuley varð þá fyrir því að skora sjálfsmark sem færði Wales sæti í átta liða úrslitunum. Norður-Írar héldu sérstaka móttökuhátíð fyrir leikmennina og þar voru þeir kynntir til leiks einn á fætur öðrum. Enginn fékk þá flottari móttökur en framherinn Will Griggs. Will Grigg er líklega frægasti leikmaður norður-írska landsliðsins þótt að átján leikmenn hafi spilað meira en hann í fjórum leikjum Norður-Íra á EM í Frakklandi. Will Grigg spilaði ekki mínútu á EM í Frakklandi en nafn hans var samt mikið í fréttum þar sem stuðningsmenn Norður-Írlands elskuðu ekkert meira en að syngja Will Griggs sönginn „Will Grigg is on fire". Það var stuðningsmaður Wigan Athletic sem setti myndband inn á Youtube með lagi um Will Griggs þar sem að viðlagið var „Will Grigg's on fire, your defence is terrified" en lagið sjálft er lagið „Freed from Desire" með ítalska tónlistamanninum Gala. Will Grigg fór á kostum með Wigan Athletic í ensku C-deildinni og skopraði 25 deildarmörk á tímabilinu. Það var nóg til að tryggja honum sæti í EM-hópnum en landsliðsþjálfarinn hafði þó ekki not fyrir hann í leikjunum fjórum. Stuðningsmennirnir elskuðu sönginn um Will Grigg ekkert minna þrátt fyrir það og sungu hann endalaust á leikjum liðsins á EM. Það var því mjög skemmtilegt stund á móttökuhátíðinni til þegar Will Grigg var kynntur til leiks eins og sjá má hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira