Fótbolti

Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Chris Coleman.
Heimir Hallgrímsson og Chris Coleman. Vísir/AFP og Getty
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag.

Heimir er staddur með landsliðinu í Annecy þar sem strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrsta leik sinn á Evrópumótinu sem verður á móti Portúgal á þriðjudaginn.

Strákarnir sungu afmælissönginn fyrir Heimi á opnu æfingu liðsins í dag og það má það með því að smella hér.

Heimir er fæddur 10. júní 1967. Hann hefur verið aðalþjálfari íslenska liðsins frá lok ársins 2013 en þar áður var hann aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tvö ár.

Heimir er ekki eini landsliðsþjálfarinn á EM í Frakklandi sem heldur upp á afmælið sitt í dag 10. júní. Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins er fæddur 1970 og því þremur árum yngri en Heimir.

Chris Coleman fékk köku á hóteli velska landsliðsins í dag og hver veit nema að það bíði kaka eftir Heimi á hóteli íslenska liðsins í Annecy. Hér fyrir neðan má sjá Coleman fá kökuna sína.

Annar þekktur knattspyrnustjóri á einnig afmæli á þessum degi því Ítalinn Carlo Ancelotti heldur upp á 57 ára afmælið sitt í dag en hann er að fara að taka við liði Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×