Fríkirkjan hýsir Menningarsetur múslima yfir ramadan: „Þetta eru bræður okkar og systur“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 16:31 Bænahald Menningarseturs múslima fór fram utandyra í síðustu viku þar sem félagsmenn komast ekki lengur inn í Ýmishúsið. Vísir/Stefán „Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið. Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið.
Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49
Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06