Fríkirkjan hýsir Menningarsetur múslima yfir ramadan: „Þetta eru bræður okkar og systur“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 16:31 Bænahald Menningarseturs múslima fór fram utandyra í síðustu viku þar sem félagsmenn komast ekki lengur inn í Ýmishúsið. Vísir/Stefán „Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið. Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið.
Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49
Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06