Segir ummæli um samkynhneigða tekin úr samhengi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2013 19:52 Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. MYND/GETTY Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum. Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum.
Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54