Innlent

Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eftir tiltölulega rólegt andrúmsloft í morgun við Ýmishúsið í Skógarhlíð kom til átaka manns úr flokki Menningarseturs múslima og Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. Sá fyrrnefndi mun hafa ráðist að formanninum með hnefana á lofti en á meðan voru lögreglumenn innandyra þar sem útburður var í undirbúningi. Sást á báðum mönnum eftir átökin.

Lögreglumenn höfðu farið úr sokkunum inn í húsnæðið sem tíðkast þar sem múslimar leggjast á bæn þegar þeir heyrðu af átökunum utan dyra. Tveir þeirra stukku til og sneru manninn niður. Í kjölfarið var kallað eftir liðsauka lögreglu og mættu í það minnsta tveir lögreglubílar með sírenur í gangi á vettvang.

Sendibílar voru mættir á svæðið og átti að fara að bera út húsgögn og eigur Menningarsetursins, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur á dögunum, þegar til handalögmála kom. Lögreglumenn hafa rætt sín á milli að þeir munu ekki aftur fara úr skónum í aðgerðum sínum við Ýmishúsið.

Upptöku frá handtökunni má sjá hér að ofan.


 

Fjölmennt lið lögreglu á vettvangi.Vísir/Þórhildur
Þolinmóðir flutningamenn bíða eftir því að þeirra störf hefjist.Vísir/Þórhildur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×