Innlent

Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu fyrir viku síðan.
Frá aðgerðum lögreglu fyrir viku síðan. vísir/stefán
Kröfu Menningarseturs múslima um að útburðarkröfu Stofnun múslima yrði hafnað var vísað frá Hæstarétti í dag. Ástæða þess er sú að útburðurinn hefur þegar náð fram að ganga.

Fyrir viku síðan mættu lögreglumenn ásamt lásasmið að Ýmishúsinu í Skógahlíð 20 til að bera Menningarsetrið út. Aðgerðin kom í kjölfar úrskurðar héraðsdómara um útburð. Málið var kært til Hæstaréttar en það frestaði ekki útburðinum.

„Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt endurrit úr gerðabók sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að útburðargerð hafi farið fram 1. júní 2016 í samræmi við hinn kærða úrskurð. Þar sem kröfu varnaraðila hefur þegar verið fullnægt með aðfarargerð getur úrskurður um heimild til hennar ekki komið til endurskoðunar,“ sagði í niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Málinu var því vísað frá.


Tengdar fréttir

Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi

Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft




Fleiri fréttir

Sjá meira


×