Vinstri stjórn í kortunum á Spáni Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2016 07:00 Alberto Garzon, leiðtogi Sameinaða vinstriflokksins, og Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, hefja kosningabaráttuna undir merkjum kosningabandalagsins Unidos Podemos, eða "Saman getum við”. Nordicphotos/AFP Skoðanakannanir benda til þess að vinstri flokkarnir á Spáni geti myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 26. júní. Stjórnarkreppa hefur verið í landinu í hálft ár, eða frá því tveir nýir flokkar, Podemos og Ciudadanos, unnu fjölda fólks á sitt band á kostnað gömlu valdaflokkanna. Þjóðarflokki forsætisráðherrans Marianos Rajoy og Sósíalistaflokknum, sem hafa skipst á að fara með stjórn landsins undanfarna áratugi, hefur ekkert gengið að mynda stjórnarmeirihluta. Rajoy sá sér því ekki annað fært en að boða til nýrra kosninga. Podemos, eða „Við getum“, var stofnaður árið 2014 og hefur barist gegn þeim ströngu aðhaldsaðgerðum, sem stjórnvöld hafa gripið til á Spáni síðustu misserin vegna kreppunnar sem skall á árið 2008. Podemos hefur einnig á stefnuskránni að draga úr völdum Evrópusambandsins. Flokkurinn hefur nú tekið saman höndum við Sameinaða vinstri flokkinn, sem stofnaður var árið 1986, og nefnist kosningabandalagið Unidos Podemos, eða „Saman getum við“. Þeir Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, og Alberto Garzon, leiðtogi Sameinaða vinstri flokksins, stefna nú að því að ná nógu mörgum atkvæðum til að geta myndað stjórn með Sósíalistaflokknum. Stefnan snýst í megindráttum um að hækka skatta á stóreigna- og hátekjufólk og auka ríkisútgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Iglesias sagði í viðtali nýverið að flokkurinn vilji ná fram ósköp einföldum atriðum: „Land með almannaþjónustu, land þar sem engum er hent út úr húsinu sínu, land með opinberum sjúkrahúsum, opinberum lífeyrissjóðum, land þar sem fólk getur, ef það hefur atvinnu, fyllt hjá sér ísskápinn og keypt skólavörur handa börnunum sínum.“ Í tilefni kosningabaráttunnar hefur Podemos nú gefið út harla nýstárlegan kosningabækling, sem lítur út eins og IKEA-bæklingur. Honum er dreift um land allt í þeirri von að þetta verði mest lesna kosningastefnuskrá allra tíma, að því er liðsmenn Podemos segja.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að vinstri flokkarnir á Spáni geti myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 26. júní. Stjórnarkreppa hefur verið í landinu í hálft ár, eða frá því tveir nýir flokkar, Podemos og Ciudadanos, unnu fjölda fólks á sitt band á kostnað gömlu valdaflokkanna. Þjóðarflokki forsætisráðherrans Marianos Rajoy og Sósíalistaflokknum, sem hafa skipst á að fara með stjórn landsins undanfarna áratugi, hefur ekkert gengið að mynda stjórnarmeirihluta. Rajoy sá sér því ekki annað fært en að boða til nýrra kosninga. Podemos, eða „Við getum“, var stofnaður árið 2014 og hefur barist gegn þeim ströngu aðhaldsaðgerðum, sem stjórnvöld hafa gripið til á Spáni síðustu misserin vegna kreppunnar sem skall á árið 2008. Podemos hefur einnig á stefnuskránni að draga úr völdum Evrópusambandsins. Flokkurinn hefur nú tekið saman höndum við Sameinaða vinstri flokkinn, sem stofnaður var árið 1986, og nefnist kosningabandalagið Unidos Podemos, eða „Saman getum við“. Þeir Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, og Alberto Garzon, leiðtogi Sameinaða vinstri flokksins, stefna nú að því að ná nógu mörgum atkvæðum til að geta myndað stjórn með Sósíalistaflokknum. Stefnan snýst í megindráttum um að hækka skatta á stóreigna- og hátekjufólk og auka ríkisútgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Iglesias sagði í viðtali nýverið að flokkurinn vilji ná fram ósköp einföldum atriðum: „Land með almannaþjónustu, land þar sem engum er hent út úr húsinu sínu, land með opinberum sjúkrahúsum, opinberum lífeyrissjóðum, land þar sem fólk getur, ef það hefur atvinnu, fyllt hjá sér ísskápinn og keypt skólavörur handa börnunum sínum.“ Í tilefni kosningabaráttunnar hefur Podemos nú gefið út harla nýstárlegan kosningabækling, sem lítur út eins og IKEA-bæklingur. Honum er dreift um land allt í þeirri von að þetta verði mest lesna kosningastefnuskrá allra tíma, að því er liðsmenn Podemos segja.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“