Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 15:55 Ragnar Sigurðsson hefur það gott og er öruggur á hótelinu. vísir/vilhelm Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35