Fótbolti

Emil og Elmar glíma við meiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason þurfti að hætta fyrr á æfingu íslenska landsliðsins í gær til að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara en hann segir meiðslin ekki alvarleg.

„Ég var stífur í náranum og hætti á æfingunni þar sem að ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Elmar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í dag.

„Ég valdi að fá meðhöndlun í staðinn og ég er mun betri í dag. Þetta er ekkert sem mun stoppa mig.“

Emil Hallfreðsson er einnig að glíma við smávægileg meiðsli eftir æfinguna í gær en Heimir Hallgrímsson segist engar áhyggjur hafa af því.

„Menn meiðast á æfingum og þurfa smá aðhlynningu. Það er ekker sem mun stoppa okkur fyrir þennan leik [gegn Portúgal á þriðjudag].“

Viðtalið við Theódór Elmar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×