Innlent

Fyrsta samningafundi eftir lagasetningu lokið

Bjarki Ármannsson skrifar
Fyrsti samningafundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia eftir að Alþingi setti lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóranna fór fram í dag.
Fyrsti samningafundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia eftir að Alþingi setti lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóranna fór fram í dag. Vísir
Fyrsti samningafundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia eftir að Alþingi setti lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóranna fór fram í dag. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan eitt á morgun.

Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir andrúmsloftið á fundunum ekki hafa breyst í kjölfar inngrips Alþingis, en lögin kveða á um að Gerðardómur verði skipaður þann 24. júní ef samningar hafa ekki nást.

„Nú þurfa menn bara að flýta sér, því tíminn er naumur,“ segir Sigurjón. „Við fengum ekki mikinn frest til þess að ljúka þessum viðræðum en menn eru að tala saman og vonandi náum við að landa samningi fyrir 24. júní. Við ætlum allavega að gera allt sem við getum til þess.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×