Flugumferðarstjórar vinna allt að fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júní 2016 18:30 Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira