Flugumferðarstjórar vinna allt að fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júní 2016 18:30 Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira