Þjálfaðar rússneskar boltabullur stóðu fyrir óeirðum í Marseille Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Englendingur með höfuðáverka í haldi lögreglu. Nordicphotos/AFP Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira