Heimir: Sumir sprengdu skalann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 22:12 „Auðvitað var tilfinningin góð. Sérstaklega þar sem við gerum okkur fulla grein fyrir styrkleika Portúgals. Við viljum sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundinum eftir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli eins og alþjóð veit en Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands snemma í síðari hálfleik. „Portúgal var meira með boltann og voru hættulegri. Það er erfitt að spila gegn Portúgal enda erum við sannfærðir um að þeir séu með eitt besta lið keppninnar. Portúgal mun ná mjög langt.“ „Þess vegna er þetta svona góð frammistaða. Við náðum að stöðva svo margt í þeirra spili. Við vorum afar skipulagðir og fyrir utan 1-2 atvik þá vorum við einbeittir og agaðir. Þetta var liðssigur og það er erfitt að ætla að taka einhvern einn úr okkar liði. Strákarnir fá mikið hrós.“ „Og tilfinningin er góð. Nú getum við farið aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Heimir enn fremur. Hann segir að það hafi verið lagt upp með að fara rólega í leikinn og setja langa bolta á Portúgal. Kolbeinn hafi unnið marga bolta en að strákarnir hafi ekki verið nógu duglegir að vinna þann síðari. „Við töpuðum boltanum of fljótt eftir að hafa unnið hann. Við þurftum að gefa okkur meiri tíma til að ná andanum á milli sókna Portúgals og vera rólegri með boltann,“ sagði hann enn fremur. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins í jöfnu íslensku liði af blaðamönnum Vísis en Heimir vildi samt ekki hæla honum fremur en öðrum. „Það væri ósanngjarnt að taka einhvern út. Hann átti mjög góðan leik eins og svo margir aðrir. Það væri til dæmis mjög gaman að fara yfir hlaupatölurnar. Það eru margir sem tóku skrefamælinn og sprengdu skalann. Það verða einhverjir með harðsperrur á morgun.“ „Það eru allir þreyttir en enginn meiddur. Nú förum við í endurhæfingu og endurheimt. Við sjáum svo til á morgun og hinn. En ég held að nú sé gleðin öðru yfirsterkari, sérstaklega þreytu.“ Hann sagði að íslenska liðinu hefði liðið eins og að það væri á heimavelli, slíkur var stuðningurinn úr stúkunni. „Þetta var eins og heimaleikur. Stuðningsmenn voru ótrúlegir. Þetta var eins og að spila heima. Þá leið okkur mjög vel.“ Hann segir að það sé engin sérstök leið til að stöðva sóknarmenn Portúgals, Ronaldo og Nani, eins og Ísland gerði í kvöld. „Það er ekki hægt að setja einn mann á Ronaldo. Þetta verður að vera liðsvinna. Það verður að vera gott skipulag og menn verða að loka svæðum. Þetta var virkilega gott og vel að verki staðið hjá strákunum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur. 14. júní 2016 21:04 Nani: Við vorum betri en ein fyrirgjöf kom okkur á óvart Maður leiksins að mati UEFA, Portúgalinn Nani, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld. 14. júní 2016 21:19 Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið Lagði Portúgal að velli 18-17. 14. júní 2016 22:02 Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik 14. júní 2016 21:36 Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins. 14. júní 2016 21:31 Birkir Már: Þurfum að halda okkur á jörðinni Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, segir að það hafi verið rosaleag mikilvægt að fá jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Hann segir liðið geta vel við unað eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:11 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
„Auðvitað var tilfinningin góð. Sérstaklega þar sem við gerum okkur fulla grein fyrir styrkleika Portúgals. Við viljum sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundinum eftir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli eins og alþjóð veit en Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands snemma í síðari hálfleik. „Portúgal var meira með boltann og voru hættulegri. Það er erfitt að spila gegn Portúgal enda erum við sannfærðir um að þeir séu með eitt besta lið keppninnar. Portúgal mun ná mjög langt.“ „Þess vegna er þetta svona góð frammistaða. Við náðum að stöðva svo margt í þeirra spili. Við vorum afar skipulagðir og fyrir utan 1-2 atvik þá vorum við einbeittir og agaðir. Þetta var liðssigur og það er erfitt að ætla að taka einhvern einn úr okkar liði. Strákarnir fá mikið hrós.“ „Og tilfinningin er góð. Nú getum við farið aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Heimir enn fremur. Hann segir að það hafi verið lagt upp með að fara rólega í leikinn og setja langa bolta á Portúgal. Kolbeinn hafi unnið marga bolta en að strákarnir hafi ekki verið nógu duglegir að vinna þann síðari. „Við töpuðum boltanum of fljótt eftir að hafa unnið hann. Við þurftum að gefa okkur meiri tíma til að ná andanum á milli sókna Portúgals og vera rólegri með boltann,“ sagði hann enn fremur. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins í jöfnu íslensku liði af blaðamönnum Vísis en Heimir vildi samt ekki hæla honum fremur en öðrum. „Það væri ósanngjarnt að taka einhvern út. Hann átti mjög góðan leik eins og svo margir aðrir. Það væri til dæmis mjög gaman að fara yfir hlaupatölurnar. Það eru margir sem tóku skrefamælinn og sprengdu skalann. Það verða einhverjir með harðsperrur á morgun.“ „Það eru allir þreyttir en enginn meiddur. Nú förum við í endurhæfingu og endurheimt. Við sjáum svo til á morgun og hinn. En ég held að nú sé gleðin öðru yfirsterkari, sérstaklega þreytu.“ Hann sagði að íslenska liðinu hefði liðið eins og að það væri á heimavelli, slíkur var stuðningurinn úr stúkunni. „Þetta var eins og heimaleikur. Stuðningsmenn voru ótrúlegir. Þetta var eins og að spila heima. Þá leið okkur mjög vel.“ Hann segir að það sé engin sérstök leið til að stöðva sóknarmenn Portúgals, Ronaldo og Nani, eins og Ísland gerði í kvöld. „Það er ekki hægt að setja einn mann á Ronaldo. Þetta verður að vera liðsvinna. Það verður að vera gott skipulag og menn verða að loka svæðum. Þetta var virkilega gott og vel að verki staðið hjá strákunum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur. 14. júní 2016 21:04 Nani: Við vorum betri en ein fyrirgjöf kom okkur á óvart Maður leiksins að mati UEFA, Portúgalinn Nani, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld. 14. júní 2016 21:19 Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið Lagði Portúgal að velli 18-17. 14. júní 2016 22:02 Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik 14. júní 2016 21:36 Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins. 14. júní 2016 21:31 Birkir Már: Þurfum að halda okkur á jörðinni Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, segir að það hafi verið rosaleag mikilvægt að fá jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Hann segir liðið geta vel við unað eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:11 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur. 14. júní 2016 21:04
Nani: Við vorum betri en ein fyrirgjöf kom okkur á óvart Maður leiksins að mati UEFA, Portúgalinn Nani, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld. 14. júní 2016 21:19
Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið Lagði Portúgal að velli 18-17. 14. júní 2016 22:02
Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik 14. júní 2016 21:36
Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins. 14. júní 2016 21:31
Birkir Már: Þurfum að halda okkur á jörðinni Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, segir að það hafi verið rosaleag mikilvægt að fá jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Hann segir liðið geta vel við unað eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:11