Fótbolti

Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ha? Kolbeinn að vinna skallabolta? Hakan í gólfið.
Ha? Kolbeinn að vinna skallabolta? Hakan í gólfið. Vísir/AFP
Bakarasonurinn Kolbeinn Sigþórsson fór svo sannarlega á kostum í háloftunum í Saint-Étienne í kvöld. Víkingurinn uppaldi vann hvorki fleiri né færri en átján skallabolta í leiknum í kvöld en Portúgalar höfðu samanlagt, allir ellefu, betur í sautján skallaeinvígum.

Kolbeinn spilaði í fremstu víglínu með Jóni Daða Böðvarssyni og vann boltann aftur og aftur í loftinu en seinni boltinn hafnaði hins vegar oftar en ekki hjá Portúgölum. 

Frábær frammistaða hjá Kolbeini sem stóð sig frábærlega í kvöld eins og strákarnir okkar allir sem einn.

 


Tengdar fréttir

Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×