Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Bátar beggja hliða Brexit-deilunnar sigldu eftir ánni Thames fyrir utan þinghúsið í gær. Hiti var í fólki og hrópaði söngvarinn Bob Geldof, sem er andvígur Brexit, ókvæðisorð að Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins. Nordicphotos/AFP George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira