Íslendingarnir sagðir vera til fyrirmyndar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason með íslenska áhangendur í baksýn að loknum leik Íslands og Portúgals á EM í fótbolta. vísir/Vilhelm Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira