Íslendingarnir sagðir vera til fyrirmyndar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason með íslenska áhangendur í baksýn að loknum leik Íslands og Portúgals á EM í fótbolta. vísir/Vilhelm Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira