Þingkona skotin á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:41 Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins. Mynd/Facebook Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016 Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016
Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira