Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund strákanna í Marseille í heild sinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi Íslands á Stade Vélodrome í Marseille í Frakklandi.

Ísland mætir þar Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM í Frakklandi en bæði lið náðu jákvæðum úrslitum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ungverjar unnu Austurríkismenn, 2-0, en Ísland gerði jafntefli við Portúgal.

Þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á fundinum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða og sóknarmanninum Kolbeini Sigþórssyni.

Hér að neðan má lesa beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum en upptaka af honum kemur inn aðeins síðar í kvöld.


Tengdar fréttir

Ungverjar: Ísland á skilið okkar virðingu

Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið.

Hæ, hó og jibbí nei

Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leik liðsins á EM 2016 á morgun. Eftir frábær úrslit gegn Portúgal er líklegt að sigur komi okkar liði í 16 liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×