Fótbolti

Þjóðhátíðarstemning í Marseille | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nokkrir hressir stuðningsmenn í Marseille í dag.
Nokkrir hressir stuðningsmenn í Marseille í dag. Vísir/Vilhelm
Fjölmargir Íslendingar eru saman komnir í Marseille þar sem þau halda upp á Lýðveldisdaginn og hita um leið upp fyrir leik Íslands og Ungverjalands á EM á morgun.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, kíkti á mannlífið bæði á opnu svæði fyrir stuðningsmenn í Marseille, svokallað Fan Zone, og í samkvæmi sem var haldið fyrir Íslendinga í dag.

Eins og sjá má er létt yfir öllum enda frábært veður í Marseille í dag og mikil tilhlökkun fyrir leikinn á morgun eftir frábæra frammistöðu okkar manna gegn Portúgal á þriðjudag.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Hæ, hó og jibbí nei

Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leik liðsins á EM 2016 á morgun. Eftir frábær úrslit gegn Portúgal er líklegt að sigur komi okkar liði í 16 liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×